Enginn tími til að blogga

Fyrst hélt ég að ég þyrfti að drepa frítímann hérna í Nablus - nú hef ég svo mikið að gera að ég næ ekki að festa á blogg allt það sem mig langar að skrifa um.

Nú er að hefjast afmælisveisla Finos (sem er palestínskur sjálfboðaliði), verið er að elda palestínskan mat uppi, en ég er í eldhúsinu niðri að leggja síðustu hönd á íslenska kjötsúpu sem verður á boðstólum annað kvöld, en þá er Icelandic evening fyrir palestínska og alþjóðlega sjálfboðaliða. Ég held erindi um Ísland og býð upp á íslenska súpu og brauð. Er búin að elda svo stóran skammt af súpu að ég ætla líka að bjóða blaðamönnunum mínum að smakka.

Uppskriftin er þessi: Ég keypti fullt af góðu lambagúllasi á markaðnum og líka dálítið af beinum með kjöttægjum og smá fitu. Sauð beinin ásamt heilum laukum, heilum hvítlausrifjum, heilum gulrótum, slatta af engifer og spínati ásamt kjötteningum og salti. Steikti svo góðu bitana í olífuolífu ásamt smátt skornum lauk og hvítlauk. Hellti soðinu yfir og sauð áfram. Bætti við kartöfllum, gulrótum og rófum, hvítkáli og spínati. Fór svo á markaðinn og bað um krydd fyrir lambakjötsúpu. Yam, yam.

Önnur uppskrift sem ég bjó til um daginn: Ég steikti kalkún (má nota kjúkling) í bitum ásamt lauk, hvítlauk, engifer, rúsinum og helling af spínati og kryddaði með austurlenskum kryddum. Bar fram með brauði. Mjög gott.

Á morgun fer ég í Balata flóttamannabúðirnar að gera friðarfildriði, svo kenni ég sérkennurunum, síðan blaðamönnunum og verð að lokum með íslenskt matarboð og fyrirlestur um landið.

Svo á ég eftir að þiggja öll heimboðin því nú styttist í að ég fari héðan. Og ég á eftir að skrifa um svo margt: Balata-flóttamannabúðirnir, áhugaverðan skólastjóra í Banat Nablus, Jerúsalem, Betlehem, allar þjóðirnar sem byggja Ísrael og Palestínu, sjálfboðaliðana hjá Project Hope og svo náttúrlega óendanlega mikið um ástandið hér.

 Vona að bráðum gefist tími til að blogga meira.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björg Árnadóttir
Björg Árnadóttir
Sjálfstætt starfandi í ReykjavíkurAkademíunni.Myndlistar- og ritlistarkennari, blaðamaður og með meistarapróf í menntunarfræðum.

Færsluflokkar

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband